Hugleiðingar veðurfræðings
Mjög djúp og kröpp lægð hreyfist norður yfir Breiðafjörð og Vestfirði, en hún olli miklu óveðri í gærkvöldi. Staða lægðarinnar veldur tívskíptum vindstefnum á landinu: austanstormi og snjókomu eða skafrenningi á norðanverðu landinu, en suðvestanstormi eða -roki með rigningu eða slyddu syðra. Hiti yfirleitt nærri frostmarki. Fjöldi veðurviðvarana eru í gildi, bæði gular og appeslínugular, en þær falla hver af annari úr gildi seinnipartinn. Ferðalagnar eru því hvattir til að vera á varðbergi gegn sviptingum í veðri og færð í dag. Mikil ölduhæð og há sjávarstaða getur einnig valdið vandræðum við suður- og vesturströndina, ekki síst á hafnarsvæðum. Lægir smám saman og rofar til fyrir norðan og austan en áfram suðvestanstrekkingsvindur með éljum sunnan- og vestanlands seinnipartinn. Hægur sunnanvindur með kvöldinu, en fer þá að snjóa syðra. Á morgun snýst í hvassa norðaustanátt eða storm með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en hægari norðlæg átt og yfirleitt bjart syðra. Frost í flestum landshlutum.
Veðuryfirlit
Yfir Vestfjörðum er kröpp 949 mb lægð, sem mjakast V og grynnist. 200 km SSA af Kúlúsúk er vaxandi 965 mb smálægð, sem þokast S.
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, 23-28 m/s á N-helmingi landsins með snjókomu eða skafrenningi og hita kringum forstmark. Gengur í suðvestan og vestan 18-28 m/s með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu, en síðar einnig N-til, en styttir þá upp þar. Hvassast við SV-ströndina um morguninn, en NV-til eftir hádegi. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn, en él S- og V-lands og kólnar smám saman. Hæg suðlæg átt og dálítil snjókoma S-lands í kvöld og nótt.
Gengur í norðaustan 18-23 m/s með snjókomu eða éljum á morgun, fyrst á Vestfjörðum, en hægara og bjart með köflum sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig, minnst við sjávarsíðuna.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Gengur í suðvestan 18-25 m/s með slyddu eða rigningu og hita 0 til 4 stig, en hægari og él síðdegis og kólnar í veðri. Hægviðri og dálítil snjókoma í kvöld. Norðan 5-13 og bjartviðri á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 22.02.2022 04:50. Gildir til: 23.02.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðan 13-18 m/s og él, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 1 til 8 stig. Lægir seinnipartinn, styttir upp og herðir á frosti.
Á föstudag:
Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu, fyrst sunnantil. Suðlægari og rigning eða slydda á láglendi eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti um frostmark um kvöldið.
Á laugardag:
Suðvestanstrekkingur og él, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Frost víða 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og él á víð og dreif. Frost 1 til 6 stig.
Á mánudag:
Líklega ákveðin norðaustanátt með éljum eða snjókomu, en úrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti breytist lítið.
Discussion about this post