Eftir frábært fyrsta stefnumót Bea (Sydney Sweeney) og Ben (Glen Powell) verður eldheitt aðdráttarafl þeirra skyndilega ískalt… þar til þau hittast óvænt aftur í brúðkaupi í Ástralíu. Í sameiningu ákveða þau að þykjast vera hið fullkomna par til að losna undan vandræðagangi í persónulífi þeirra.
ANYONE BUT YOU er rómantísk, sprenghlægileg gamanmynd og hvert atriðið er öðru betra. Fréttatíminn mælir með að fara á þessa kómísku og skemmtilegu mynd, þar sem ótrúlegar og á köflum vandræðalegar uppákomur koma fyrir í ýmsum atriðum hennar.
Leikstjórn er í höndum Will Gluck. Leikarar eru: Sydney Sweeney, Glen Powell, Alexandra Shipp, Michelle Hurd, Bryan Brown, Darren Barnet, Hadley Robinson, Dermot Mulroney, Rachel Griffiths, Joe Davidson
Umræða