Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni sem mældist á 150 kílómetra hraða. Hann tók ekki mark á stöðvunarmerkjum lögreglu og hélt för sinni áfram. Ökumanninum tókst þó ekki betur til en svo að hann ók yfir umferðareyju og komst ekki lengra eftir það því bíllinn varð óökufær.
Ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og fluttur í fangaklefa.
Þetta er önnur nóttin í röð þar sem lögregla hefur afskipti af ökumanni á 150 kílómetra hraða. Í fyrrinótt var það vegna 16 ára ungmennis sem fór yfir á rauðu ljósi og gaf í þegar lögregla hugðist stöðva bílinn.
Umræða