,,Á meðan dregst nagandi óvissuástand íbúa Grindavíkur á langinn og fasteignamarkaðurinn byrjar að bólgna út af þenslu“
23.janúar 1973 :
Eldgos hefst í Eyjum.
- Ríflega 5000 íbúar þurfa að yfirgefa heimili sín og fengu inni hjá vinum,ættingjum og fleirum í fyrstu.
Stjórnvöld taka ákvörðun um að reisa 500 hús til að mæta vandanum.
4 mánuðum síðar eru fyrstu húsin afhent.
9 mánuðum síðar hafa öll 500 húsin verið afhent.
Þegar Eyjamenn snúa aftur til Eyja eru húsin seld fyrir meira andvirði en til var kostað.
Komið var í veg fyrir þenslu á fasteignamarkaði og síðast en ekki síst að óþægindi og óvissa Eyjamanna drægjust á langinn.
Í dag eru mörg þessara húsa enn við hestaheilsu og eftirsótt, þrátt fyrir byggingahraða á sínum tíma. Svona á að gera hlutina!
Grindavík, 10.nóvember 2023 :
- Grindavík rýmd, 4000 íbúar þurfa að yfirgefa heimili sín og öllum má vera ljóst að reisa þarf ný hús fyrir að minnsta kosti hluta íbúa.
14.janúar er ljóst að reisa þarf ný hús fyrir alla íbúana.
Stjórnvöld taka ákvörðun um að ræða málin.
3 mánuðum síðar er ákveðið að ræða málin frekar….
Á meðan dregst nagandi óvissuástand íbúa Grindavíkur á langinn og fasteignamarkaðurinn byrjar að bólgna út af þenslu.
Ég spyr, er einhver möguleiki að senda núverandi stjórnvöld á loðnuvertíð og fá stjórnvöld frá 1973 til baka?