3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Lægðin er svona núna – Myndband

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Svona lítur lægðin út núna kl. 09.30.  22.03.2019

Veðurhorfur á landinu

Gengur í norðaustan og norðan 18-25 m/s með slyddu eða snjókomu N- og A-lands, en rigningu við A-ströndina. Hægara og úrkomuminna SV-lands. Snýst í norðvestan 20-28 á austanverðu landinu upp úr hádegi, en annars hægari vestan- og norðvestanátt og snjókoma eða él með köflum, en 18-25 syðst fram á kvöld. Dregur síðan heldur úr vindi og úrkomu seint í kvöld og nótt. Sunnan og suðvestan 8-15 og slydda eða snjókoma með köflum á morgun, en úrkomulaust að kalla NA-til. Hiti yfirleitt kringum frostmark að deginum.
Spá gerð: 22.03.2019 04:46. Gildir til: 23.03.2019 00:00.

Höfuðborgarsvæðið -Talsverð snjókoma (Gult ástand)

22 mar. kl. 13:00 – 21:00 – Líkur eru á að töluvert geti snjóað á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi og eru spár að sýna um 25-30 cm af snjó á nokkrum klukkustundum. Snjókomubeltið er tiltölulega mjótt um sig og breytingar á staðsetningu þess geta haft töluverð áhrif á úrkomumagnið. Áhrifin yrðu fyrst og fremst fólgin í samgöngutruflunum innan höfuðborgarsvæðisins.

Strandir og Norðurland vestra – Hríðarveður (Gult ástand)

22 mar. kl. 07:00 – 21:00 – Gengur í norðan hvassviðri eða storm með hríðarveðri. Jafnvel stórhríð um tíma á utanverðum Tröllaskaga. Samgöngutruflanir líklegar.

Norðurland eystra – Stórhríð (Appelsínugult ástand)

22 mar. kl. 05:00 – 23:00 – Mjög kröpp lægð gengur norður með austurströndinni. Norðan stormur og stórhríð, vindstyrkur líklega 18-25 m/s. Afar líklegt að samgöngur geti farið úr skorðum.

Austurland að Glettingi – Stórhríðarveður (Appelsínugult ástand)

22 mar. kl. 04:00 – 11:00 – Mjög kröpp lægð gengur norður með austurströndinni. Norðaustan stormur og stórhríð, 18-25 m/s. Afar líklegt að samgöngur fari úr skorðum.

Blindhríð á köflum (Gult ástand)

22 mar. kl. 14:00 – 23 mar. kl. 02:00 – Norðvestan hvassviðri eða stormur með áframhaldandi hríðarveðri. Samgöngutruflanir áfram líklegar.

Austfirðir – Stormur og sterkar hviður (Gult ástand)

22 mar. kl. 15:00 – 23 mar. kl. 02:00 – Norðvestan 20-28 m/s með hviðum um eða yfir 40 m/s. Umtalsverður skafrenningur fylgir. Hætta á ferð fyrir létt ökutæki og tengivagna. Samgöngutruflanir mjög líklegar, a.m.k. staðbundið.

Suðausturland – Norðvestan stormur (Gult ástand)

22 mar. kl. 14:00 – 23 mar. kl. 00:00 – Hvöss norðvestanátt, allt að 28 m/s á svæðinu austan Öræfa. Hætta á ferð fyrir létt ökutæki og tengivagna. Einnig hætta á foki lausamuna.

Miðhálendið – Stórhríð (Gult ástand)

22 mar. kl. 04:00 – 22:00 – Norðan hvassviðri eða stormur með stórhríð norðan jökla. Ekkert ferðaveður til fjalla.