5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Ný stjórn Tryggingastofnunar skipuð

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Nýr formaður stjórnar er Ólafur Þór Gunnarsson. Aðrir stjórnarmeðlimir eru Ásta Möller, varaformaður, Sverre Andreas Jakobsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir. Þau koma öll, fyrir utan Ástu, ný í stjórn.

Varamenn í nýrri stjórn stofnunarinnar eru þau Guðbjörg Sveinsdóttir, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson og Erla Ólafsdóttir.

Samkvæmt almannatryggingalögum skipar ráðherra fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og skal einn skipaður formaður og annar varaformaður. Hlutverk stjórnar er að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfs- og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Ennfremur á stjórnin að hafa eftirlit með starfsemi Tryggingastofnunar og  að reksturinn sé innan ramma fjárlaga hverju sinni.