Það er ljóst að mikil ánægja, gleði og ferskleiki fylgir hinu nýja stjórnmálaafli Miðflokknum sem að hefur komið, séð og sigrað ef miðað er við þær móttökur sem að hinn ungi flokkur fékk í síðustu kosningum. En þá sló Miðflokkurinn öll fyrri met á Íslandi frá upphafi, um vinsældir á nýjum flokki og það á met tíma. En formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var varaður við því að bjóða fram stjórnmálaflokk með nánast engum fyrirvara, fyrir síðustu kosningar.
Eftir daginn í dag í Hörpu, þar sem að landsfundur flokksins var haldinn undir yfirskriftinni- Upphaf nýrra tíma – Uppskeru- og baráttuhátíð, er ljóst að það leika ferskir vindar um hinn nýja flokk og lögð er rík áhersla á ný og betri vinnubrögð á Alþingi og í stjórnkerfinu, þegar að flokkurinn muni komast til valda. Virkja lýðræðið og taka völdin af steingervingum sem að eru embættismanna valdastéttin sem að stýrir og stjórnar Íslandi. Engin munur er eða breytingar, sama hvaða flokkar komast að völdum, ekkert breytist og allt er við það sama. Færa verður völdin til og virkja þarf raunverulegt lýðræði.
Færa verður valdið frá embættismanna kerfinu og endurvekja lýðræðið. Formaðurinn Sigmundur Davíð, lagði ríka áherslu á það að vilji fólksins yrði að fá að ráða og að það yrði strax að höggva á þá hnúta sem að binda lýðræðið, þ.e. embættismanna kerfið sem að heldur lýðræðinu í gíslingu. ,,Lýðræðið er ekki að virka eins og lagt var upp með“. Segir formaður flokksins og að hann muni breyta því, jafnframt áréttaði Sigmundur Davíð það að allt sem að hann og hans flokkur muni lofa fólkinu í landinu, yrði staðið við.
Sigmundur Davíð vísaði einnig til þess að núverandi Ríkisstjórn væri einungis um skiptingu á ráðuneytum og stólum. ,,Stólastjórn“ eins og núverandi ríkisstjórn hefur oft verið nefnd, samkomulag um að gera ekki neitt nema halda í stólana og gefa eftir öll kosningaloforðin, bara til þess að hver ráðherra haldi sínum stóli og völdum.
Eftir að gengið var til kosninga í dag í Miðflokknum, þá var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kjörinn formaður Miðflokksins með 100% atkvæða.
Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn varaformaður Miðflokksins með 64% atkvæða. Birgir Þórarinsson hlaut 36% atkvæða og Anna Kolbrún Árnadóttir var kjörin 2. vara-formaður Miðflokksins með 52% atkvæða. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir hlaut 37% atkvæða og Jonas Henning hlaut 11% atkvæða.
Gunnar Bragi segir á Rúv.is að hópur Miðflokksfólks hafi komið saman í dag til að „ferma“ nýtt stjórnmálaafl. „Við erum að ýta þessu af stað með formlegri hætti en áður,“ sagði Gunnar Bragi og vísaði til nýrra laga og stefnuskrár flokksins. Hann sagði einhug meðal flokksmanna um að fara út og breyta samfélaginu eins og Miðflokkurinn boði.“
Anna Kolbrún sagði einnig að málefnastarfið væri að hefjast á fundinum. „Ég hef mjög góða tilfinningu [fyrir fundinum]. Mér finnst fólk hafa talað hér í morgun og aftur eftir hádegi um að við séum með nýtt upphaf. Ég held að það einkenni landsþingið, okkar fyrsta. Mér finnst vera glaður tónn í fólki.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/21/04/upphaf-nyrra-tima-uppskeru-og-barattuhatid-midflokksins/