290 manns látnir og um 500 slasaðir
Þrjú af fjórum börnum Anne og Anders Holch Povlsen ríkasta manns Danmerkur, eru látin í Sri Lanka en fjölskyldan var þar í páskafríi.
Um 290 manns eru nú látnir og um 500 slasaðir eftir hryðjuverkaárásirnar, sem að voru gerðar á hótel og kirkjur á nokkrum stöðum í landinu á sama tíma og páskamessa fór fram. Róttækur hryðjuverkahópur Islamísta er talinn ábyrgur fyrir ódæðunum, en 24 hafa verið handteknir. Talið er að 35 erlendir ríkisborgarar séu á meðal hinna látnu.
Povlsen er framkvæmdastjóri Bestseller sem er stærsta fataverslun í Danmörku með næstum 3.000 verslanir í 70 löndum. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af foreldrum Anders Holch Povlsen.
Samkvæmt Ekstrabladet er hann ríkasti maður Danmerkur. Bestseller er á bak við verslanir, eins og Jack & Jones, Vero Moda. Berlingske segir að Povlsen eigi 53 milljarða danskra króna. Auk þess að eiga Bestseller á hann einnig hlutabréf í smásölukeðjunni Normal, netversluninni Zalando og greiðslufyrirtækinu Klarna. Þá á hann á einnig 89.000 hektara lands í Skotlandi og er stærsti landeigandi þar í landi.