,,það er búið að reikna það einhvern veginn út að rúmar 400.000 kr. sé það sem listamenn þurfa til að lifa, án skerðinga, skerðir engar aðrar tekjur.“
,,Ég kem hérna aftur og aftur upp og hljóma eins og biluð 33 snúninga grammófónsplata sem höktir í sama farinu en ég mun gera það áfram þangað til ég fæ svör við ákveðnum spurningum. Ég fagna því að í nýjum pakka ríkisstjórnarinnar er aukning til listamannalauna en ég vil benda á það varðandi listamannalaunin, sem ég fagna sérstaklega, að það er búið að reikna það einhvern veginn út að rúmar 400.000 kr. sé það sem listamenn þurfa til að lifa, án skerðinga, skerðir engar aðrar tekjur.“ Sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi í dag.
,,Það er frábært en á sama tíma erum við að gefa öryrkjum og eldri borgurum allt að 40% minni tekjur, 150.000 kr. minna. Það er allt skert og skerðist á keðjuverkandi hátt.
Ég spyr: Hvaða snillingur reiknaði þetta út? Er þetta ný tegund af jafnrétti? Nei, það getur ekki verið. Þetta er óréttlátt og ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum höfum við þetta kerfi svona áfram? Við verðum að átta okkur á því að nýjustu tölur sýna að kaupmáttaraukning hjá öryrkjum 2018 og 2019 er núll í mínus.
Við verðum líka að átta okkur á því að frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna hjá eldri borgurum, 25.000 kr., hefur ekkert breyst síðan 2017 og frítekjumark öryrkja er orðið meira en helmingi minna en það ætti að vera. Ekkert breytist, ekki neitt.
Í þessum aðgerðapakka er ekkert fyrir eldri borgara. Hvenær kemur sá pakki? Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að hafa jafnrétti? Forsætisráðherra hefur sagt að það sé kominn tími til að þeir bíði ekki lengur. Hversu lengi eiga þeir samt að bíða eftir því að fá, segjum bara í nokkra mánuði, kannski sömu krónutölu og listamannalaun?“