3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Sýktur af Covid-19 – Árangurslaus fjárnám, gjaldþrot og síma nauðungarsölur

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Í aðsendum pósti segir aðili, sýktur af Covid-19 að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki gefið neinn möguleika á að fresta fyrirtöku á fjárnámi, þrátt fyrir að hann væri sýktur af Covid-19 og hefði ekki mátt mæta í fjárnámið sem var boðað til óvænt og að óvörum vegna meintrar skuldar sem á ekki rétt á sér að auki að sögn mannsins.
,,Ég hafði samband við embættið um leið og ég frétti af þessari fjárnámsbeiðni sem er vegna meintrar skuldar og bað um að fá frest þangað til ég mætti fara úr sóttkví þar sem ég hafði greinst með Covid-19. Það var ekki séns að fá neinn frest, hvorki hjá Sýslumannsembættinu né gerðarbeiðandanum sem er einnig ríkisstofnun.

Bað um að fá frest þangað til hann mætti fara úr sóttkví þar sem hann hafði greinst með Covid-19 en fékk ekki hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Ég benti báðum aðilum á að ég mætti ekki vera á meðal fólks og því erfitt að ganga í þetta mál og klára af minni hálfu og reiknaði með skilningi á því.
Báðar stofnanirnar sögðu að sér kæmu það ekki við og aðförin að mér mundi verða haldin, hvort sem ég mundi mæta eða ekki. Með því að hvetja mig með þessum hætti til að mæta, er verið að hvetja mig til lögbrota, þ.e. að brjóta sóttvarnarlög. Aðgerðir þessara embætta hljóta að varða við refsilög, eða virka lögin bara í aðra áttina?
Þegar ég sagði að mér þætti þetta ekki í lagi og kæmi sér líka illa að vera skráður inn á Creditinfo í kjölfarið, þar sem ég gæti ekki mætt. Þá var mér bara sýndur dónaskapur og yfirgangur af báðum ríkisstofnununum og mér bent á að það væri bara mitt mál.
Svo las ég um það í gær að dómsmálaráðherra standi fyrir síma-nauðungarsölum, það er augljóst hvar hugurinn liggur í því ráðuneyti, hann er í það minnsta ekki hjá almenningi sem hefur orðið fyrir miklu höggi. Eru rafræn gjaldþrot og nauðungarsölur virkilega það sem þetta fólk ætlar að bjóða þjóðinni upp á? “
https://frettatiminn.is/domsmalaradherra-vill-sima-naudungarsolur/