Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Svanhvíti Harðardóttur, 37 ára. Hún er 167 sm á hæð, sólbrún með ljóslitað rúmlega axlarsítt hár. Síðast er vitað um ferðir Svanhvítar um kl. 13:00 í gær þegar hún fór frá heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði.
Talið er að Svanhvít hafi verið á hvítu rafhlaupahjóli, tegund XIAOMI M365 sem er hvítt að lit. Þeir sem hafa séð þannig hjól á Hafnarfjarðasvæðinu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í gegnum 112.
Svanhvít var klædd í gráar joggingbuxur og hettupeysu en ekki er vitað um lit peysunnar. Þá var hún með hárið í háu tagli. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Svanhvítar, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Umræða