,,Mótmælendum hefur fjölgað mjög mikið og nærri tvö þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll á morgun, þá eru ótaldir þeir sem mæta án þess að boða komu sína. Miðað við dagská mótmælanna, lítur hún út eins og útihátíð því Páll Óskar, Rottweiler og fleiri listamenn munu sjá um afþreyingu og veðurspáin er góð.
,,Þriðju mótmælin á Austurvelli vegna sölu á hlut almennings í bankanum til auðfólks með miklum afslætti. Við hvetjum ykkur til þess að bjóða sem flestum því eina tungumálið sem stjórnvöld skilja er samstaða almennings í verki en ekki bara í orði.“ Segir á síðu aðstandenda mótmælanna.
Dagskrá:
13:45 Páll Óskar hitar upp Austurvöll
14:00 Mótmælafundur
- Ræðufólk:
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Jóhann Páll Jóhannsson - Anton Helgi Jónsson er skáld mótmælanna
- Brúðurnar mæta
- XXX Rottweiler og Blaffi slá botninn
Búsáhöld og veitingar
Kaffi og kleinur í tjaldinu fyrir og eftir fund. Fólk er hvatt til að mæta með kröfuspjöld, fána, lúðra, potta og pönnur og hvaðeina sem það telur hæfa tilefninu. Þau sem mæta tímanlega geta fengið lánuð kröfuspjöld. Barmmerki með kröfum fundarins fást gegn frjálsum framlögum.
Kröfurnar sem hafa mótast á fundunum eru þessar:
1. Bankasölunni verði rift
2. Stjórn og framkvæmdastjóri bankasýslunnar burt
3. Bjarna Benediktsson burt
Og nú hefur ríkisstjórnin fallist á kröfu númer tvö, bankasýslan verður lögð niður og þar með fer stjórn og framkvæmdastjóri burt. Nú ríður á að halda hinum kröfunum á lofti: 1. Bankasölunni verði rift! Og: 3. Bjarna Benediktsson burt!
Þau sem vilja aðstoða við undirbúning og framkvæmd fundarins ættu að skrifa undir kröfurnar á: https://vidfolkid.is/ og merkja svo við að þau vilji leggja starfinu lið. Hér má horfa og hlýða á síðasta fund, sem haldinn var á föstudaginn langa: https://www.youtube.com/watch?v=NsHzzzPQaM8
https://gamli.frettatiminn.is/18/04/2022/eldraeda-sera-davids-myndband/
https://gamli.frettatiminn.is/15/04/2022/krefjast-afsagna-og-ad-bankasolunni-verdi-rift/