Þessa mynd birti árrislull maður á veraldarvefnum í morgun, líklega eftir morgungönguna og undir henni er athugasemd vinar hans sem segir ,,Þarna hefur gengið mikið á 🤪“
Dagbók lögreglunnar staðfestir að það gekk á ýmsu í gærkvöld og í nótt miðað við helstu atriði sem þar voru bókuð. En ekki að sjá að þetta tiltekna mál hafi komið til kasta lögreglu. Eigið góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Tilkynnt um aðila í hverfi 101 sem stóð í hótunum fyrir utan húsnæði í miðbænum. Aðilinn farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að.
- Tilkynnt um hópslagmál í hverfi 101. Einn aðili handtekinn og vistaður í þágu rannsókn málsins.
- Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður bifreiðarinnar ók einnig gegn rauðu umferðarljósi. Hefðbundið ferli hjá lögreglu.
- Tilkynnt um aðila að veitast að dyravörðum í miðborginni.
- Tilkynnt um eignarspjöll í hverfi 101.
- Tilkynnt um yfirstaðið innbrot í hverfi 105.
- Þá óskaði aðili eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa verið bitinn af hundi.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu í hverfi 107 eftir að bifhjóli var ekið glafralega og næstum ekið á tilkynnanda.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli hjá lögreglu.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hefðbundið ferli hjá lögreglu.
- Óskað aðstoðar lögreglu vegna aðila sem hafði missti stjórn á rafhlaupahjóli, aðilinn fluttur með sjúkrabifreið til frekari aðhlynningar.
- Tilkynnt um þjófnað í hverfi 101. Vettvangsskýrslu rituð og hefðbundið ferli hjá lögreglu.
- Tilkynnt um börn að leika sér í gröfu, börnin voru búin að kveikja á henni og voru að aka um. Tilkynnanda tókst að hræða þau á brott og voru þau því farin þegar lögreglu bar að.
- Ávana- og fíkniefni afhent lögreglu sem voru í hefðbundnu eftirliti.
- Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
- Tilkynnt um yfirstaðið innbrot í hverfi 109.
- Tilkynnt um kyrrstæða bifreið og öskrandi fólk í hverfi 200.
- Tilkynnt um dreng með hníf í hverfi hverfi 109
- Tilkynnt um að aðila vera að bjóða ungmennum ávana- og fíkniefni í hverfi 200.
- Tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi í hverfi 109, búið að slökkva eldinn þegar lögreglu bar að.
- Tilkynnt um hóp ungmenna með óspektir í hverfi 109
- Aðili handtekinn grunaður um ofbeldi gegn opinberum starfsmanni, fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu og brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Handtekinn og vistaður í fangaklefa.
- Stöð 2 – Hafnarfjörður Garðabær
- Óskað aðstoðar vegna óhapps í hverfi 210, aðilinn fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild með minniháttar áverka.
- Tilkynnt um aðila að reyna stela hraðbanka í hverfi 221. Á vettvangi mátti sjá að búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. Bifreiðin var mannlaus og málið í rannsókn.
- Stöð 4 – Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
- Tilkynnt um dauðann kött á Suðurlandsvegi, við eftirgrennslan reyndist kötturinn vera rifin úlpa í vegkantinum.
- Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 110. Eignartjón, ekki slys á fólki.
- Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu vegna samkvæmishávaða og aðstoðarbeiðnir vegna ölvunarástands.
Umræða