2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Þingmenn Miðflokksins töluðu samfleytt í rúmar 19 klukkustundir gegn þriðja Orkupakkanum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Umræðu um þriðja orkupakkann frestað kl 8:42 eftir rúmlega 19 klukkustunda umræður en þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í allan gærdag og fram til klukkan 8:42, þegar að nefndarfundir á nefndarsviði Alþingis hófust.

Þegar fundi var frestað hafði hann staðið samfleytt í rúmar 19 klukkustundir. Síðari umræða um þriðja orkupakkann stendur enn þar sem þingmenn Miðflokksins stíga einir í ræðustól.
„Háttar svo til að klukkan nálgast óðfluga 9 en þá hefjast fundir í þingnefndum þannig að forseti verður að biðja háttvirtan þriðja þingmann Suðurkjördæmis, Birgi Þórarinsson, afsökunar á því að forseti fer fram á að hann fresti því að flytja sína þrettándu ræðu þar sem við verðum nú að gera hlé á fundi svo ekki skarist nefndarfundir og þingfundir. Forseti vill þakka stafsfólki Alþingis, sérstaklega fáliðaðri þingfundarskrifstofu, sem hefur þurft að leggja mikið á sig til þess að þetta fundahald mætti fara hér fram, en hér hefur staðið þingfundur í rúmar 19 klukkustundir,“ Sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar hann frestaði fundinum.
Enn eru 6 þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá, fyrstu er Birgir Þórarinsson sem næst heldur sína 13. ræðu í umræðunni. Þingfundur hefst á ný klukkan þrjú í dag.