Síðdegis í dag var boðað í eld í ruslatunnum við Furulund í Heiðmörk. Vegfarendur létu vita og reyndu að slökkva í tunnunum en réðu ekki við það. Slökkvibíll var sendur úr stöð okkar í Tunguhálsi og náðu tökum á eldinum mjög fljótlega, eldurinn var í rusli sem hafði verið í steyptu tunnuskýli.
Þarna hefði getað orðið mikill gróðureldur vegna þess hve þurrt er á svæðinu. Við minnum á að Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur gefið út að á Vesturlandi er óvissustig vegna mögulegra gróðurelda. Á höfuðborgarsvæðinu gildir hið sama. Því beinum við því til almennings að nota alls ekki einnota grill á víðavangi eða í trjálundum á útivistarsvæðum. Eins er ekki leyfilegt að nota útiarna eða vera með bálkesti.
Á myndinni má sjá að steyptu tunnuskýlin björguðu miklu.