Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2020, en umsóknarfrestur rann út 3. apríl síðastliðinn.
Styrkveitingar voru kynntar föstudaginn 19. júní á Björtuloftum í Hörpu, þar sem forsætisráðherra, Katrín Jakbsdóttir, veitti styrkina við formlega athöfn. Markmið Jafnréttissjóðs er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu, en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna árið 2015.
Alls bárust 88 umsóknir í sjóðinn. Úthlutað var 92 milljónum króna í styrki til 19 verkefna
Nafn | Verkefni | Upphæð kr. |
Linda Rós Eðvarðsdóttir | Immigrant Women’s Experiences of Employment-Based Violence in Iceland | 9.000.000 |
Háskólinn í Reykjavík | Réttarsalur í sýndarveruleika og áhrif hans á upplifun þolenda kynferðisofbeldis | 9.000.000 |
Hulda Sædís Bryngeirsdóttir | Reynsla íslenskra kvenna af úrvinnslu og leiðum til eflingar eftir kynbundið ofbeldi | 6.000.000 |
Karen Birna Þorvaldsdóttir | Help-seeking for trauma recovery among Icelandic survivors of gender-based violence | 6.000.000 |
Karítas Hrundar Pálsdóttir | Sögur á einföldu máli: Tungumála- og menningarlæsi | 4.000.000 |
Edda Björk Þórðardóttir | Sexual Harassment and Violence in the Work Environment | 9.000.000 |
Norðurslóðanet Íslands | Gender Equality in the Arctic | 9.000.000 |
Jafnréttisnefnd Landspítala | Strákar og hjúkrun – kynning fyrir stráka í 9. bekk grunnskóla | 4.700.000 |
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir | Eru störf kvenna minna virði en karla? – Jafnlaunavottun og launamunur kynja | 6.000.000 |
RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum | Fléttur VI: Samtvinnun jafnréttis og loftslagshamfara | 3.900.000 |
Katrín Ólafsdóttir | Vinnum saman: Kynjasamsetning teyma | 1.700.000 |
Ásdís Aðalbjörg Arnalds | Workplaces and parental leave (Vinnustaðir og fæðingarorlof) | 5.100.000 |
Les Fréres Stefsonehf. | Snælda | 700.000 |
Freyja Barkardóttir | Viðspyrna og aðhald: Efnahagsaðgerðir frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum | 4.500.000 |
Kammerhóuprinn Reykjavík Barokk | Kona – forntónlistarhátíð: Sjókonur og snilingar | 500.000 |
Chanel Björk Sturludóttir | Hennar rödd – Pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna | 2.900.000 |
Björg Hjartardóttir | Róttæk Freyja í Vesturheimi | 300.000 |
Þröstur Olaf Sigurjónsson | Females and a Board Selection Process by Nomination | 1.700.000 |
Þorsteinn V. Einarsson | Karlmennskan | 8.000.000 |
92.000.000 |
Umræða