Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó veðurguð ætlar að áfrýja máli sínu gegn Sindra Þór Sigríðarsyni til Landsréttar. Þetta staðfestir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, en áfrýjunarstefna verður send Landsrétti í dag að því er kemur fram á Mbl.is
,,Sindri Þór var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Ingólfs sem stefndi honum fyrir ærumeiðingar, en Sindri hélt því meðal annars fram á samfélagsmiðlum að Ingó hefði „sofið hjá börnum.“ Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Sindri hafi verið í góðri trú um þau ummæli sem hann lét falla og því ekki um að ræða tilhæfulausar aðdróttanir. Niðurstaða héraðsdóms var umdeild. Auður lýsti því í samtali við Mbl.is að hún hefði aldrei fengið önnur eins viðbrögð og eftir að niðurstaðan var ljós í máli Ingós.“ Segir jafnframt um málið á vef Mbl.is