Forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir gögn sem óprúttnir hakkarar segjast hafa undir höndum eftir að netárás var gerð á sveitarfélagið í maí.
Sveitarfélaginu var gefinn frestur til miðnættis til að verða við kröfu netþrjótanna að sögn ríkisútvarpsins.
Dalvíkurbyggð tilkynnti fyrir nokkrum dögum að í vikunni á undan hefði sveitarfélaginu borist hótun frá þeim sem stóðu að netárás á kerfi bæjarins í maí.
Þar hóta netþrjótarnir að birta gögn frá sveitarfélaginu opinberlega, ef ekki verði greitt lausnargjald fyrir lok dagsins í dag. Hægt er að lesa ítarlegri frétt um málið HÉR.
Umræða