Er reið flugfélögunum: – Bjóðið upp á stærri sæti!
Áhrifavaldur bendir á að flugferðir séu ekki hannaðar fyrir stærra fólk. Nú krefst hún breytinga – bæði af flugfélögunum og einnig af samfarþegum.
Kanadíski áhrifavaldurinn og fyrirsætan Jaelynn Chaney krefst þess nú að alríkisflugmálayfirvöld og flugfélög gefi of þungum farþegum aukasæti – án endurgjalds, svo þeir fái líka tækifæri til að fljúga á þægilegan hátt.
Hún er með undirskriftarherferð á vefnum Change.org, sem og í lengri færslu á Instagram. Í færslu sinni skrifar hún meðal annars að það sé á ábyrgð yfirvalda að vernda ferðamenn af öllum stærðum og gerðum. Auk þess að tryggja að allar flugferðir verði að vera þægilegar og aðgengilegar öllum – óháð líkamsþyngd.
,,Flug ætti að vera fyrir alla, sama hvernig þú lítur út. Bæði ég og félagi minn höfum upplifað mismunun og óþægindi í flugi okkar, eingöngu vegna stærðar okkar,“ skrifar hún á samfélagsmiðla. Ennfremur heldur hún því fram að félagi hennar hafi orðið fyrir hatursfullum ummælum og vanþóknun vegna útlits, í flugi sem hann fór í.
,,Þessi illa meðferð á stórum farþegum er algjörlega óviðunandi og hún undirstrikar þörfina fyrir betri stefnu sem verndar reisn og réttindi allra farþega.“ Hún vonast til að öll flugfélög innleiði reglur sem setji þægindi og vellíðan allra farþega í forgang og að sú regla eigi að innihalda skýrar leiðbeiningar um hvernig eigi að sinna stærri farþegum á góðan hátt.