Það hefur verið mikið að gera hjá Slökkvili höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhring. 116 útköll á sjúkrabíla og næturvaktin sem byrjaði kl 21.30 fór í 30 útköll á sjúkrabíla.
Einnig var talsvert að gera á dælubílunum en það eru skráð átta útköll á þá. T.d kviknaði í kofa við Elliðavatn seint í gærkveldi og svo um klukkan fimm í morgun var tilkynnt um eld í raðhúsi í austurbænum og voru dælubílar frá fjórum stöðum sendir á staðinn. Eldurinn var einskorðaður við eitt herbergi og tókst flótt að slökkva hann og engin slys urðu.
Munið að hafa reykskynjara í lagi, þeir bjarga mannslífum.
Umræða