-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

26.900 áhorfendur verða á Guns N’ Roses – Stærstu tónleikar Íslandssögunnar

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lokatalan á Guns N’ Roses verður 26.900

Nú liggur fyrir lokatalan á áhorfendafjölda fyrir risatónleika bandarísku rokkhljómsveitarinnar Guns N’ Roses sem fara fram á Laugardalsvelli 24. júlí. Sýslumaður í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á þessum stærstu tónleikum Íslandssögunnar.
Þegar þetta er skrifað hafa verið seldir rúmlega 23 þúsund miðar og er því enn hægt að tryggja sér aðgang að þessum ógleymanlega og einstaka viðburði. 

Skipuleggjendur hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á að virða þolmörk leikvangsins og einnig viljað ganga úr skugga um að fjöldi áhorfenda yrði hæfilegur til að öryggi væri ávallt í fyrirrúmi.
Á sama tíma er nauðsynlegt að búa til umhverfi þar sem tónleikagestir geta notið sín og upplifað risatónleika á Íslandi af stærðargráðu sem hefur ekki áður sést á Íslandi.
Í samráði við sýslumannsembættið, starfsfólk Laugardalsvallar og erlenda sérfræðinga í tónleikauppsetningu sem starfa fyrir tónleikaferðalag Guns N’ Roses var lokatala miða því sett í 26.900 sem gerir þessa tónleika að þeim langstærstu í tónlistarsögu Íslands.

Á vefsíðunni show.is er því enn hægt að tryggja sér miða. Hliðin á Laugardalsvelli opna kl. 16.30 á þriðjudag.
Íslenska eyðimerkurrokksveitin Brain Police stígur á stokk kl. 17.15 og klukkutíma síðar spilar Tyler Bryand & the Shakedowns.
Veislan nær svo hámarki um kl. 20 þegar Guns N’ Roses mæta á sviðið þar sem búast má við miklu sjónarspili og stórkostlegu tónaflóði.