Gasmengunarspá og skráningarform vegna gasmengunar
Hér fyrir neðan birtist textaspá veðurvaktar um gasdreifingu á landinu í dag og á morgun ásamt almennri veðurspá fyrir gosstöðvarnar. Kortin sýna þau svæði á landinu þar sem brennisteinsmengunar (SO2 ) í byggð fyrir næstu 48 tíma.
Kortið sýnir spá um styrk brennisteinstvíyldis við yfirborð, næstu þrjú kort sýna þau svæði þar sem mengunar geti orðið vart á næstu sex eða tuttugu og fjórum klukkustundum. Liturinn á þeim kortum gefur eingöngu til kynna svæði, ekki styrk.
Á þeim svæðum á landinu þar sem hætta er á brennisteinsmengun er ráðlagt að fylgjast vel með stöðu loftgæða og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar, sjá hlekki neðst á síðunni.
Spá veðurvaktar um gasdreifingu
Suðaustan 3-8 m/s og gasmengun leitar til norðvesturs í átt að Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ. Norðvestan 3-8 m/s upp úr hádegi og þá mun gasmengunin leita til suðausturs. Suðvestan 3-8 við gosstöðvarnar síðdegis á morgun og þá blæs gasinu til norðausturs.
Spá gerð: 22.07.2023 08:39. Gildir til: 23.07.2023 23:59.
SV-land styrkur − Lau 16:00 – https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/