Markaðurinn bregst illa við afkomuviðvörun sem Play sendi frá sér eftir lokun markaða í gær. Hlutabréfaverð hefur fallið um tugi prósenta. Lítil viðskipti eru þó á bak við breytinguna
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá að hlutabréfaverð í Play hefur aldrei verið lægra en það var í morgun, degi eftir að fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun. Þar kom fram að stefndi í tveggja milljarða tap hjá flugfélaginu á öðrum ársfjórðungi.
Viðskipti með hlutabréf í Play hafa ekki verið mikil í morgun en verðið lækkaði til mikilla muna í þeim takmörkuðu viðskiptum. Um klukkan hálf ellefu var hlutabréfaverðið þriðjungi lægra en það var við lokun markaða í gær.
Lægst fór verðið í 37 aura á hlut skömmu eftir opnun markaða og hefur aldrei verið lægra síðan Play var skráð á markað 2021. Í október það ár var gengið rúmlega 28 krónur á hver hlut.