Um tíu prósent flugfreyja- og þjóna flugfélagsins Play var sagt upp störfum í dag eða 27 manns. Það er gert vegna breyttra áherslna félagsins og minnkaðs umfangs starfseminnar á Íslandi, segir upplýsingafulltrúi í viðtali við rúv.
27 flugfreyjum og -þjónum hefur verið sagt upp störfum hjá flugfélaginu Play. Forseti stéttarfélags starfsfólks segir að félaginu hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar fyrr í þessum mánuði.
Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti Íslenska flugstéttafélagsins, segir að hjá Play starfi um 250 manns sem flugfreyjur- og þjónar og því nemi uppsögnin um 10 prósentum flugfreyja og -þjóna. Uppsagnirnar hafi verið yfirvofandi vegna breytinga hjá félaginu. Fjallað var ítarlega um málið á vefnum rúv.is
Umræða