Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, yfirleitt 3-10. Skýjað og dálítil rigning eða súld austantil, en léttskýjað vestantil. Birtir smám saman til suðaustanlands. Hiti 12 til 22 stig að deginum og hlýjast sunnanlands, en mun svalara norðaustanlands. Hægari á morgun og bjart veður, en skýjað austanlands og súld með köflum. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 22.08.2023 06:47. Gildir til: 23.08.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 3-10 m/s. Skýjað norðan- og austanlands og smásúld eða þokuloft. Hiti 8 til 14 stig. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi með hita að 20 stigum.
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt. Viða léttskýjað, en skýjað austast. Þokabakkar við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast inn til landsins.
Á föstudag:
Suðvestlæg átt, 3-10. Þykknar upp á vestanverðu landinu og fer að rigna seinnipartinn. Lengst af bjart fyrir austan. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld, en úrkomulítið. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á sunnudag:
Stíf suðvestlæg átt með rigningu vestanlands, en bjart með köflum fyrir austan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.
Á mánudag:
Vestlæg eða breytileg átt og skúrir á víða og dreif. Kólnandi.
Spá gerð: 21.08.2023 20:47. Gildir til: 28.08.2023 12:00.