Ráðgjafafyrirtækið Intellecon hefur skilað inn skýrslu til matvælaráðuneytisins um efnahagsleg áhrifa hvalveiða í Íslandi.
Ráðuneytið óskaði eftir skýrslunni í byrjun árs. Þar er áhersla lögð á að greina áhrif veiðanna á íslenskt efnahagslíf auk þess sem sjónum er beint að mörkuðum fyrir hvalkjöt, hvalaafurðir og mögulegum áhrifum hvalveiða á aðra útflutningsmöguleika Íslands.
Meðal helstu niðurstaðna er sú að bein áhrif hvalveiða eru lítil á efnahag landsins og að afkoma af þessum veiðum hafi verið neikvæð síðustu tíu ár, enda leyfa engin lönd önnur en Japan og Noregur innflutning á afurðum langreyða. Neysla á hvalkjöti í Japan er lítil og hefur minnkað um 99% síðustu fjóra áratugi.
Niðurstaða skýrslunnar er einnig sú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis og gangi í berhögg við þá mynd sem leitast hefur við að byggja upp af Íslandi m.a. af aðilum í ferðaþjónustu.
Skýrslan byggir m.a. á opinberum gögnum auk þess sem upplýsinga var aflað hjá þeim aðilum sem vel þekkja til hvalveiða og markaðsmála.