Styrmir Elvar Jóhannesson hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara vegna eineltis og alvarlegra rangra sakargifta. Héraðssaksóknari krefst 2 til allt að 16 ára fangelsisvistar vegna háttseminnar og lítur málið mjög alvarlegum augum. Eggert Skúli Jóhannesson hefur frá árinu 2015 orðið að þola eineltið sem um ræðir.
Sími Styrmis Elvars var hljóðritaður af yfirvöldum
Styrmir Elvar hefur ráðist að æru Eggerts á hinum ýmsu vettvöngum og borið hann ítrekað alvarlegum röngum sökum. Um er að ræða grafalvarlegar rangar sakargiftir. Þá hefur Styrmir farið hamförum á internetinu og í DV með níðskrif. Styrmir Elvar hefur nú verið ákærður fyrir rangar sakargiftir.
Mikið magn er til af gögnum um málið og lögreglan er m.a. með hljóðupptökur úr síma Styrmis Elvars en samtöl hans voru hljóðrituð af yfirvöldum og liggja fyrir og Héraðssaksóknari byggir ákæruna m.a. á þeim og hefur Eggert hlustað á hljóðritunina ásamt lögmanni sínum.
Fórnarlömb Styrmis Elvars eru fjölmörg og margir farið fram á nálgunarbann á hendur honum. Háttsemi mannsins hefur staðið yfir undanfarin ár og áratugi samkvæmt heimildum Fréttatímans.
,,Um er að ræða eltihrelli, sem er fyrrverandi fjölskyldumeðlimur, en ég og mín fjölskylda lokuðum 100% á hann um 2015. Foreldrar hans lokuðu á hann fyrir um 17 árum eða meira sem og systkyni og allir vinir. Um er að ræða mann sem hefur eltihrellt alla mína fjölskyldu, nær og fjær og miklu fleira fólk.“ Þetta kom fram í viðtali við Eggert Skúla Jóhannesson fyrir þremur árum. Í dag segist hann ekki vera að velta sér upp úr fortíðinni eftir að hafa breytt um lífsstíl og feli lögmanni sínum að annast um þá sem hafi gert á hans hlut í fortíðinni. Þá vorkenni hann aðstandendum Styrmis og segist jafnframt vona að hann leiti sér hjálpar.
Styrmir Elvar Jóhannesson ákærður – Héraðssaksóknari krefst fangelsisdóms