-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Gróskan er ótrúleg, dugnaðurinn og framsýnin

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir skrifar um atvinnulífið
Undanfarnar vikur hef ég náð að heimsækja ýmis fyrirtæki um land allt sem öll eiga það sameiginlegt að byggja á íslensku hugviti. Þau eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg, þau eru að smíða nýja tækni, hanna tölvuleiki, nýta aukaefni úr fiskafurðum til að þróa heilsuvörur, fást við líftækni, rækta ný matvæli eða vinna bætiefni úr þörungagróðri.

Gróskan er ótrúleg, dugnaðurinn og framsýnin. Þetta blæs mér bjartsýni í brjóst um að framtíðin er björt fyrir samfélagið en um leið er mikilvægt að heyra hvernig þessi fyrirtæki hafa getað nýtt sér samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar og annað umhverfi sem stjórnvöld hafa skapað.

Þekkingargeirinn stendur nú undir 16% af útflutningstekjum okkar og þar eru tækifærin mörg – bæði í hefðbundnari greinum sem nýta sér þekkingu og hugvit til aukinnar verðmætasköpunar, í ýmsum sprotum sem eiga eftir að vaxa og dafna og síðan í hinum skapandi greinum sem sprengja öll mörk og munu áfram skapa mikil verðmæti fyrir land og þjóð.