Er alveg að „drukkna“ í ellilífeyri frá stjórnvöldum svona rétt fyrir kosningar.
,,Byrjaði að rífa upp saltfisk 12 ára og hef verið óslitið á vinnumarkaði til 67 ára aldurs. Hér má sjá síðasta greiðsluseðil frá TR og þar má sjá að ég fæ 13.171 kr. í ellilífeyri og 310 kr. í heimilisuppbót , eða samtals 13.481 kr. Eftir skatta, sem eru 5.116 kr, þá á ég eftir 8.365 kr.“ segir Stefán Geir Gunnarsson á síðu sinni.
Bifreiðastyrkur er gömul áunnin réttindi. Er búinn að vera sjálfstæðismaður frá því að ég man eftir mér, en nú skilja leiðir vegna „flæðis“ ellilífeyris mér til handa. Takk fyrir samveruna Bjarni B.
Setti einn lunda með til skrauts.
Umræða