3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Maðurinn með ljáinn vill hitta þig!

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Maðurinn með ljáinn vill hitta þig!
Dúettinn Garún Garún slær á strengi myrkurs og ótta, söknuðar og samkenndar í aðdraganda: Allra heilagra messu, 31.okt. kl.21.00 í Keilusal Akraness.
Dúettinn skipa Eðvarð Lárusson og Jónína Björg Magnúsdóttir. Munu þau spila af kjúkum fram og hrista fram úr erminni nokkur vel valin lög í anda þess sem var og er og verður.
Aðgangseyrir er aðeins kr. 2.500  og að sjálfsögðu er posi á staðnum. Hér er hægt að skoða viðburðinn
Vökudagar er árlegur menningarviðburður með ótal uppákomum. Nína og Eddi ætla að slá upp smá tónlistargjörningi með vel völdum lögum í anda fortíðar og þess sem var, er og verður. Maðurinn með ljáinn verður í einhverju horninu og bíður þess sem verða skal. Þar sem ekki er um allt of mörg sæti að velja er gott að mæta tímanlega.