Mikill viðbúnaður var í Torshov-hverfinu í Ósló í Noregi í morgun eftir að vopnaður maður stal sjúkrabíl og ók á vegfarendur áður en lögreglu tókst að stöðva hann.
Vitni segja að ekið hafi verið á nokkra vegfarendur, og Nrk. greinir frá því að ekið hafi verið á sjö mánaða gamla tvíbura sem voru í barnavagni og hafi þeir ásamt öðrum verið flutt á sjúkrahús. Annar tvíburinn er sagður vera lítilsháttar meiddur.
Lögreglumenn skutu á dekk bílsins til að stöðva för hans en ökumaðurinn særðist ekki og er nú í haldi. Lögregla var með mikinn viðbúnað, fjölda lögreglubíla og þyrlu og lokaði stóru svæði í borginni. Hún leitar konu sem var samverkamaður ökumannsins.
Umræða