Um fjögur leitið í nótt var tilkynnt um hópslagsmál í miðbænum. Þegar málið fór að skýrast kom í ljós að einn aðili hafði verið stunginn í slagsmálunum og var lögregla með talsvert viðbragð vegna málsins. Nokkrir aðilar voru handteknir við vinnslu málsins og gista nú fangageymslur þangað til hægt verður að ræða við þá. Þolandi var fluttur á slysadeild þar sem búið var um áverka hans.
Skömmu síðar var tilkynnt um menn að slást utan við hótel í miðborginni. Eftir að búið var að leysa málið á vettvangi var einn aðili enn til ama og neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og var hann þá handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var svo laus skömmu síðar.
Þá var tilkynnt um tvo menn að ráðast á einn utan við skemmtistað í miðbænum. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöð en svo leystir úr haldi þegar allar viðeigandi ráðstafanir höfðu verið gerðar og málið talið að mestu upplýst.
Eftirfarandi eru helstu mál næturinnar. Listinn er ekki tæmandi. Mikill erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt og mikið var um minniháttar mál og tilkynningar auk þessara sem koma fram hér að neðan að sögn lögreglu.
00:40 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Í ljós kom að maðurinn var bæði sviptur ökuréttindum og með fíkniefni í fórum sínum. Laus eftir sýnatöku og vettvangsskýrslu.
00:17 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Í ljós kom að of margir farþegar voru í bifreiðinni ásamt því að tryggingar ökutækisins voru ekki í lagi.
01:43 Tilkynnt um mann að brjótast inn í bifreiðar. Í ljós kom að málið átti sér eðlilegar skýringar.
02:09 Aðili hefur samband við lögreglu og segist hafa orðið fyrir líkamsáras inni á krá. Talið er að 4-5 menn hafi ráðist á hann en málið er enn í rannsókn.
03:02 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir sýnatöku.
03:04 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir sýnatöku.
00:23 Tilkynnt um slagsmál þar sem a.m.k. einn aðili beitir kylfu. Þegar lögregla var búin að ræða við aðila á vettvangi var málið líklega ekki á rökum reist og var fljótleyst á vettvangi.
02:23 Tilkynnt um hnífstungu og nokkra aðila að slást. Þegar lögregla kom á vettvang var einn aðili með skurði eftir átökin og var fluttur á slysadeild. Meintir gerendur handteknir á vettvangi og málið er í rannsókn.
04:13 Ökumaður stöðvaður við eftirlit þar sem of margir farþegar voru í bifreiðinni. Leyst með vettvangsskýrslu.
00:04 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir sýnatöku.
05:44 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Laus eftir sýnatöku.
05:49 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Laus eftir sýnatöku.