Lögregla þurfti að sinna fjölmörgum málum í hverfinu vegna hávaða og ónæðis ásamt því að lögregla sinnti þjófnaðarmálum og ölvunarmálum. Lögregla aðstoðaði einnig sjúkralið vegna slysa ásamt því að lögregla var kölluð út vegna bruna í báti við Grandagarð. Vel gekk að slökkva eldinn.
Samtals voru 62 mál skráð í kerfum lögreglu í nótt m.a. var sinnti útköllum vegna samkvæmishávaða, líkamsárása sem og þjófnaðar.
Lögregla sinnti einnig útköllum vegna flugelda sem skotið var upp í Kórahverfi ásamt því að maður var handtekinn grunaður um þjófnað og önnur brot. Tilkynnt var um slagsmál ásamt því að fjölmörgum hávaðakvörtunum var sinnt.