-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu í desember: Evrópskur kvikmyndamánuður í fullum gangi

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verða haldin hér á landi í Hörpu, 10. desember næstkomandi. Mikill heiður fylgir því að fá að halda hátíðina en annað hvert ár er hún haldin í Berlín en þess á milli í öðrum evrópskum borgum. Þetta er fyrsti svokallaði A-lista viðburðurinn sem haldinn hefur verið hér á landi. 

Það má í raun segja að hátíðin  sé þegar hafin en nóvember er tileinkaður evrópskri kvikmyndagerð og á dögunum var opnunarmynd hátíðarinnar sýnd í Bíó Paradís, en þar verða sýndar tilnefndar kvikmyndir í aðdraganda verðlaunanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, voru viðstödd sýninguna en það var sendi­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins sem efndi til sýn­ing­ar­inn­ar.

Evrópska kvikmyndaakademían tilkynnti á dögunum hverjir eru tilnefndir í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Baltasar Kormákur, Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Benedikt Erlingsson kynna hér tilnefningarnar:

 

Það má eiga von á því að margir þekktir leikstjórar og leikarar munu sækja landið heim þegar verðlaunaafhendingin fer fram í desember.  Má þar nefna spænsku leikkonuna Penélope Cruz sem er tilnefnd sem besta leikkonan fyrir Parallel Mothers, breska leikarann Kenneth Branagh sem er tilnefndur fyrir besta handritið fyrir BELFAST og sænski leikstjórinn Ruben Östlund sem er tilnefndur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir kvikmyndina Triangle of Sadness.