Vestan stormur, 20-25 m/s nærri ströndinn og í Vestmannaeyjum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum staðbundi yfir 30 m/s. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Hugleiðingar veðurfræðings
Suðvestan og og síðar vestanátt, allhvöss eða hvöss og skúrir eða él, en bjartviðri austantil. Hiti víða 1 til 6 stig. Athugið að gul veðurviðvörun vegna vinds er í gildi fyrir Suðurland í dag. Hægari með kvöldinu, en snýst í norðankalda með snjókomu fyrir norðan. Snýst í allhvassa eða hvassa norðvestanáttr norðaustantil á morgun með dáliltlum éljum, en annars mun hægara og léttskýjað að mestu. Lægir heldur um kvöldið og rofar til. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á föstudag og hlýnar lítið eitt.
Veðurhorfur á landinu
Vestan og suðvestan 15-23 m/s og skúrir eða él, hvassast syðst, en bjartviðri austanlands. Hægara með kvöldinu, en snýst í norðan 8-15 með snjókomu norðantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Gengur í norðvestan 13-18 með éljum norðaustanlands á morgun, en annars 5-13 og bjartviðri. Frost 0 til 6 stig, minnst úti við sjávarsíðuna.
Spá gerð: 22.11.2023 04:42. Gildir til: 23.11.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðvestan 10-18 m/s og dálítil él norðaustantil framan af degi, en annars 3-10 og yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, minnst við sjávarsíðuna.
Á föstudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Frost 0 til 8 stig, en yfirleitt frostlaust með suður- og vesturströndinni.
Á laugardag og sunnudag:
Sunnan- og suðvestankaldi og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hlýnandi veður í bili.
Á mánudag:
Útlit fyrir hvassa vestan- og norðvestanátt með rigningu eða snjókomu og kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Líklega vestlæg átt með éljum og svölu veðri.
Spá gerð: 21.11.2023 20:00. Gildir til: 28.11.2023 12:00.