Gul viðvörun vegna veðurs: Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi
Veðurhorfur á landinu
Norðaustanátt, víða 10-18 m/s e, lægir smám saman. Snjókoma eða él norðaustantil og með norðvesturströndinni en sums staðar slydda við sjávarmál. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt um landið sunnanvert.
Austan og norðaustan 3-10 á morgun, en 8-15 á Vestfjörðum fram á kvöld. Snjókoma eða él við norðurströndina og á N-verðum Vestfjörðum, él austast, en annars þurrt.
Vægt frost inn til landsins, annars frostlaust og uppí 6 stig með S-ströndinni, en kólnar á morgun.
Spá gerð: 22.12.2019 15:37. Gildir til: 24.12.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Hæg austlæg átt um landið austanvert, en vestan 5-13 m/s vestantil. Úkomulítið í fyrstu en líkur á éljum um kvöldið. Sums staðar frostlaust við ströndina en annars frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag (jóladagur):
Suðvestlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað um landið vestan og norðvestanvert og stöku él, einkum við ströndina en bjartviðri suðaustan og austantil. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag (annar í jólum):
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s, fremur kalt og þurrt á norðan og austanverðu landinu en hægt vaxandi suðlæg átt með slyddu og hlýnandi veðri sunnan- og suðvestantil.
Á föstudag:
Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu en lengst af úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Suðaustanátt og rigning um landið sunnanvert, en yfirleitt þurrt fyrir norðan og austan. Milt í veðri.
Spá gerð: 22.12.2019 08:23. Gildir til: 29.12.2019 12:00.