Hamborgarahryggurinn í fyrsta sæti á jólunum

Enn sem áður á hamborgarhryggurinn hug og hjörtu landsmanna á aðfangadag en þeim sem hyggjast borða grænmetisfæði fjölgar jafnt og þétt. Vinsældir hamborgarhryggsins hafa þó hægt og rólega dregist saman frá því að mælingar MMR á matarvenjum landans hófust fyrir áratug síðan.
Rétt tæplega helmingur svarenda kvaðst ætla að gæða sér á hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld (46%) en lambakjöt (9%), rjúpur (9%) og kalkúnn (8%) fylgdu sem áður eftir í næstu þremur sætunum. Neysla nautakjöts hefur aukist yfir síðasta áratuginn og hyggjast nú 6% landsmanna gæða sér á nauti á aðfangadag, fjórum prósentustigum meira en árið 2010. Þá voru 4% sem sögðust ætla að að gæða sér á grænmetisfæði á aðfangadag og 17% sögðu annað en ofantalið verða á sínum matardisk á aðfangadag.
1912 AðfangadagurSpurt var: Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á aðfangadagskvöld?
Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur,
lambakjöt (annað en hangikjöt)*, nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur)**, önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 96,5% afstöðu til spurningarinnar.

Munur eftir lýðfræðihópum

Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ætla að gæða sér á nautakjöti (7%) eða grænmetisfæði (9%) á aðfangadag en ólíklegust til að segja lambakjöt annað en hangikjöt verða á boðstólnum (5%). Landsmenn 68 ára og eldri reyndust líklegust til að segja kalkún (13%) verða fyrir valinu þetta árið og þau á aldrinum 50-67 ára voru líklegri en aðrir til að segjast munu borða rjúpu sem aðalrétt á aðfangadag (12%).
Svarendur af landsbyggðinni reyndust öllu líklegri til að segjast munu borða hamborgarhrygg (54%) eða rjúpu (12%) á aðfangadag heldur en þau á höfuðborgarsvæðinu (42% hamborgarhrygg; 8% rjúpu). Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust hins vegar líklegri til að segjast ætla að borða kalkún (10%), nautakjöt (9%) eða grænmetisfæði en þau af landsbyggðinni (6% kalkún; 3% nautakjöt; 2% grænmetisfæði).
Þá reyndust konur (6%) líklegri en karlar (3%) til að segjast ætla að borða grænmetisfæði á aðfangadagskvöld en karlar (7%) reyndust líklegri til að segjast ætla að gæða sér á nautakjöti en konur (4%).
1912 Aðfangadagur x
Stuðningsfólk Miðflokksins (58%) reyndist líklegra en stuðningfólk annarra flokka til að segjast ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag en stuðningsfólk Vinstri grænna (31%) ólíklegast. Lambakjöt annað en hangikjöt reyndist vinsælast á meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins (22%) en óvinsælast á meðal stuðningsfólks Viðreisnar (3%). Rjúpan nýtur mestrar vinsældar á meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins en 14% þeirra kváðust ætla að gæða sér á henni á aðfangadagskvöld. Annars konar fuglakjöt verður á diskum stuðningsfólks Vinstri grænna þennan aðfangadag en þau reyndust líklegust allra til að segjast munu borða kalkún (18%) en ólíklegust til að borða rjúpu (3%). Stuðningsfólk Pírata (13%) reyndist líklegast allra til að segjast ætla að gæða sér á nautakjöti á aðfangadag en stuðningsfólk Miðflokksins (1%) ólíklegast. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (11%) einnig, ásamt stuðningsfólki Samfylkingarinnar (12%), líklegast til að segjast munu borða grænmetisfæði á aðfangadag en stuðningsfólk Miðflokksins (1%) og Framsóknarflokksins (0%) ólíklegast.
 
1912 Aðfangadagur x2
https://www.facebook.com/Frettatiminn/photos/pb.119771888076968.-2207520000../2544170748970391/?type=3&theater
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1.014 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 13.-19. desember 2019
Eldri kannanir sama efnis:
2018 desember: Hamborgarhryggshefðin sterk á aðfangadag
2017 desember: Margir gæða sér á hamborgarhrygg
2016 desember: Hamborgarhryggur vinsæll á aðfangadag
2015 desember: Matarhefðir ríkjandi á aðfangadag meðal Íslendinga
2014 desember: Helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg á aðfangadag
2013 desember: Flestir borða hamborgarhrygg á aðfangadag
2012 desember: Meirihluti ætlar að snæða hamborgarhrygg á aðfangadag
2011 desember: Hamborgarhryggur vinsælastur á aðfangadag
2010 desember: Íslendingar halda fast í hefðir í jólamat á jólum
Umræða

Hæ!

Login to your account below

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?