-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Óvissustig almannavarna – 4,9 stiga skjálfti

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jarðskjálftahrinan sem hófst í gær, stendur enn yfir. Jarðskjálfti að stærð 4,9 varð nú stuttu fyrir klukkan hálf tíu við Geldingadali og fannst hann vel á Suðvesturhorninu.

„Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningu.

Í gær um kl. 18 hófst jarðskjálftahrina um 2-4 km norðaustur af Geldingadölum. Virknin jókst svo til muna um kl. 00:30 í nótt og er enn mikil með 1-10 skjálfta á mínútu. Þegar líða tók á nóttina færðist virknin að eldstöðvunum í Geldingadölum. Ekki er ólíklegt að kvikuhlaup sé í gangi sem þýðir að kvikan er að færast lárétt í jarðskorpunni. Engin merki eru um gosóróa.

Eins og nefnt var í frétt frá Veðurstofunni fyrr í vikunni mælist þensla á svæðinu og unnið er að útreikningum og líkangerð svo hægt sé að túlka mælingarnar, en niðurstöður liggja ekki fyrir. Aflögunarmælingar sýna að kvíkusöfnun er í gangi í jarðskorpunni við Fagradalsfjall og erfitt er að spá fyrir um hvert framhaldið verður.

Til þess hafa um 1.100 skjálftar orðið í hrinunni, þar af yfir 90 af stærðinni tveir og þaðan af stærri. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur til þessa í hrinunni var af stærð 4,2 og mældist klukkan 04:25 norður af Geldingadölum. Hann fannst víða á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Borgarnesi. Vegna hrinunnar sem nú stendur yfir hefur Veðurstofan breytt fluglitakóða í appelsínugulan.