Hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er þessar: Hið fegursta vetrarveður á snævi þöktu landinu í dag, en él á víð og dreif og frost að 14 stigum inn til landsins. Dregur úr éljum þegar líður að kvöldi, en gengur í norðankalda og fer að snjóa norðaustanlands. Á morgun kemur nálgast lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, fyrst sunnan- og vestanlands, en síðar einnig fyrir norðan og austan. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, þ.a. blotar við suðurströndina. Hlýindin standa stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri.
Spá gerð: 23.01.2019 06:36. Gildir til: 24.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað síðdegis, en norðvestan 5-13 og snjókoma A-lands. Fer einnig að snjóa á NA-landi í kvöld.
Gengur í austan 10-15 á morgun. Snjókoma með köflum og slydda eða rigning síðdegis við suðurströndina. Hægari vindur og úrkomulítið norðan heiða, en dálítil snjókoma seint á morgun.
Frost 2 til 13 stig í dag, kaldast í innsveitum. Hiti kringum frostmark síðdegis á morgun.
Spá gerð: 23.01.2019 10:04. Gildir til: 25.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustan 10-15 m/s, en hægari SV-til á landinu. Víða dálítil él, frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Norðan 10-15 og él A-lands. Mun hægari vindur annars staðar og léttskýjað á S- og V-landi. Frost 3 til 12 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, þykknar upp og fer að snjóa S- og V-lands seinni partinn, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-lands.
Á mánudag:
Vestlæg átt, víða él og kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-til á landinu.
Spá gerð: 23.01.2019 08:07. Gildir til: 30.01.2019 12:00.