FALSAÐIR EVRUSEÐLAR Í UMFERÐ
Um helgina tókst svindlurum að koma nokkuð af evruseðlum í umferð. Aðferðin sem að þeir beittu var að fara með háa seðla, 100 og 200 Evrur og versla lítið eitt með þeim. Þeir herjuðu einna helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla. Þetta var hópur sem fór víða.
Svindlararnir fóru stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og smávörur en fengu svo afgang í íslenskum krónum. Þannig tókst þeim að verða sér úti um talsverða peninga.
Fljótt á litið eru þetta sambærilegir seðlar evrum. En þeir standast enga nánari skoðun ef menn vita að hverju á að leita. Svo virðist sem að svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Rannsókn lögreglu í þessu máli miðar vel áfram.
Hér fylgja myndir og skýringar á því hvernig má greina þessa seðla frá alvöru seðlum:
Fljótt á litið eru þetta sambærilegir seðlar evrum. En þeir standast enga nánari skoðun ef menn vita að hverju á að leita. Svo virðist sem að svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Rannsókn lögreglu í þessu máli miðar vel áfram.
Hér fylgja myndir og skýringar á því hvernig má greina þessa seðla frá alvöru seðlum:
Umræða