Ísland er enn spilltast Norðurlanda, samkvæmt nýjasta mati Transparency International á spillingu meðal þjóða heims. Danmörk og Nýja Sjáland eru þau lönd þar sem spilling er minnst, samkvæmt úttekt Transparency International, með 87 stig af 100 mögulegum.
Finnland kemur næst með 86 stig, þá koma Svíþjóð, Singapúr og Sviss jöfn í fjórða sætinu með 85 stig og Noregur fast á hæla þeirra með 84 stig. Holland er í áttunda sæti með 82 stig og Þýskaland og Lúxemborg koma þar á eftir með 80 stig, samkvæmt fréttastofu Rúv sem fjallaði um málið.
,,Ísland er eina Norðurlandið sem ekki nær á topp tíu og það eina sem ekki nær að rjúfa 80 stiga múrinn, með 78 stig í ellefta sætinu. Ísland hækkar á listanum yfir spillingu, því það var í 14 sæti í fyrra með 76 stig. Mat samtakanna byggir fyrst og fremst á ætlaðri eða skynjaðri spillingu í opinbera geiranum, samkvæmt vitnisburði sérfræðinga og fólks sem starfar innan viðskipta- og fjármálageirans.“
Samherjamálið
Í sérstökum kafla skýrslunnar er fjallað um hneykslismál á liðnu ári og Samherjamálið nefnt sem dæmi um spillingu, en þar sem hneykslismálið tengist einkafyrirtæki, hafi það lítil áhrif á lokaeinkunn ríkisins.
Úttekt Transparency International á spillingu í heiminum – enska
Umræða