Hugleiðingar veðurfræðings
Strekkings suðvestanátt norðantil á landinu fram eftir morgni, en annars má búast við hægum vindi í dag. Bjart veður og kalt. Næsta lægð kemur í kvöld með austan strekking og úrkomu fyrst sunnantil, en norðantil í nótt. Það hlánar og hiti á morgun verður á bilinu 3 til 8 stig. Strekkings suðvestanátt á morgun með skúrum.
Við fáum svo skammvina norðanátt með éljum annað kvöld og aðra nótt, en það léttir víða til og lægir þegar kemur fram á miðvikudag og frystir aftur. Útlit fyrir öflugri lægð á fimmtudag með stífri sunnanátt og talsverðri rigningu og hlýindum. Þessi hlýindi verða þó skammvinn því við fáum strax í kjölfarið hressilegan útsynning með éljum.
Við fáum svo endurtekið efni um næstu helgi ef spár ganga eftir. Það er því óhætt að segja að umhleypingar séu framundan. Spá gerð: 23.01.2023 06:47. Gildir til: 24.01.2023 00:00.
Veðuryfirlit
400 km SV af Svalbarða er 963 mb lægð sem fer ANA, en 700 km S af Hvarfi er 995 mb lægð á hreyfingu NNA.
Samantekt gerð: 23.01.2023 07:36.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 5-13 m/s norðantil, en hægari sunnantil. Bjartviðri. Frost 1 til 8 stig.
Vaxandi austanátt í kvöld með snjókomu, slyddu eða rigningu sunnantil, en norðantil í nótt. Hlýnandi. Suðvestan 8-15 með skúrum á morgun, en léttir til fyrir austan. Hiti 2 til 8 stig.
Vaxandi norðanátt vestast um kvöldið með skúrum eða éljum.
Spá gerð: 23.01.2023 05:29. Gildir til: 24.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt og bjart veður í dag. Vægt frost. Austan 8-13 með dálítilli snjókomu eða slyddu og síðar rigningu í kvöld og fer hlýnandi.
Suðvestan 8-13 með skúrum á morgun. Hiti 3 til 6 stig.
Spá gerð: 23.01.2023 05:34. Gildir til: 24.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðvestan 8-15 m/s og él í fyrstu á Norðaustur- og Austurlandi, en síðan hægari vindur og bjart veður. Frost 0 til 5 stig. Vaxandi sunnanátt og þykknar upp vestantil um kvöldið.
Á fimmtudag:
Sunnan 10-18 og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 12 stig. Hvöss suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri um kvöldið.
Á föstudag:
Hvöss vestanátt og él, en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða undir frostmarki.
Á laugardag:
Suðlæg átt með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu, fyrst vestantil. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vestan- og síðar norðvestanátt með éljum.
Spá gerð: 23.01.2023 07:58. Gildir til: 30.01.2023 12:00.