-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

,,Ekki hlusta á þennan skefja- og miskunnarlausa hræðsluóróður lobbíistanna frá snobbelítu forréttindahópanna!''

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Þetta er bull og blaður, en það er bara búið að segja þetta svo oft að allir trúa þessu.“ Segir Vilhjálmur Birgisson. 

,,Jæja þá er verið að ræsa alla hræðsluóróðursmeistara forréttindahópanna út og nú eru þeir látnir öskra hátt og skýrt, kröfur verkalýðshreyfingarinnar munu valda óðaverðbólgu í íslensku samfélagi ef krafa um að lágmarkslaun nái 425.000 á þremur árum!
Þessi hræðsluóróður mun glymja á næstu dögum í öllum fjölmiðlum frá lobbíistum forréttindahópanna orð eins og gengið mun falla, óðaverðbólga, atvinnuleysi og önnur óáran mun hellast yfir íslenskt samfélag ef þessar sturluðu kröfur um að hægt verði að lifa af lágmarkslaun ná í gegn.
En skoðum nánar þennan hræðsluóróður, er hann réttur? Hvar var verðbólgan t.d. fyrir hrun og voru það launahækkanir verkafólks sem voru að keyra verðbólguna upp frá janúar 2004 til ársloka 2007 sem gerðu það að verkum að stýrivextir Seðlabankans hækkuðu frá 5,3% í 13,3%
Nei svo sannarlega voru það alls ekki launahækkanir sem keyrðu verðbólguna upp fyrir hrun heldur var það húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni sem bar algerlega ábyrgð á því.
Skoðum verðbólguna frá árinu 2003 til ársloka 2008 með og án húsnæðisliðar.
• Verðbólgan 2003 var 2,1% með húsnæðisliðnum inni en án húsnæðisliðar var verðbólgan 1,3%
• Verðbólgan 2004 var 4% með húsnæðisliðnum inni, en án húsnæðisliðar var verðbólgan 2,1%
• Verðbólgan 2005 var 4,4% með húsnæðisliðnum inni, en án húsnæðisliðar var verðbólgan 1%
• Verðbólgan 2006 var 6,6% með húsnæðisliðnum inni, en án húsnæðisliðar var verðbólgan 6%
• Verðbólgan 2007 var 3,4% með húsnæðisliðnum inni, en án húsnæðisliðar var verðbólgan 0,5%

Takið eftir meðaltals verðbólga áranna 2003 til loka árs 2007 var 4,1% en án húsnæðisliðar var meðaltals verðbólga einungis 2,18% eða með öðrum orðum undir verðbólgu markmiði Seðlabankans.
Takið eftir eftir 47% af verðbólgunni á Íslandi fyrir hrun var vegna þess að húsnæðisliðurinn keyrði verðbólguna upp það voru ekki launahækkanir eins og alltaf er haldið fram. Takið líka eftir eins og áður sagði þá fóru stýrivextir Seðlabankans úr 5,3% í 13,3% þrátt fyrir að verðbólga hafi verið einungis 2,18% án húsnæðisliðar.
Kæru félagar, við í verkalýðshreyfingunni gengum frá kjarasamningum 17. febrúar 2008 og takið eftir fyrir þá kjarasamninga sögðu allir greiningarstjórar föllnu bankanna, seðlabankinn og ráðmenn á þeim tíma, að eina sem getur ógnað stöðugleikanum væri óhóflegir kjarasamningar verkafólks.
Þetta sögðu þessir snillingar fyrir kjarasamningana sem gerðir voru í febrúar 2008 og við gengum frá hóflegum kjarasamningum 2008, en samt kom hrun með skelfilegum afleiðingum fyrir alþýðu þessa lands og heimilin. Það var ekki kjarasamningum alþýðunnar um að kenna, nei það var vegna þess að verið var að ræna bankanna innan frá eins og allir þekkja!
En hvernig hefur verðbólgan verið eftir hrun?
• Verðbólgan 2013 var 4,2% með húsnæðisliðnum. en án húsnæðisliðar var verðbólgan 3,3%
• Verðbólgan 2014 var 0,8% með húsnæðisliðnum. en án húsnæðisliðar var verðbólgan -0,4%
• Verðbólgan 2015 var 2% með húsnæðisliðnum. en án húsnæðisliðar var verðbólgan 0,4%
• Verðbólgan 2016 var 1,9% með húsnæðisliðnum. en án húsnæðisliðar var verðbólgan -0,8%
• Verðbólgan 2017 var 1,9% með húsnæðisliðnum. en án húsnæðisliðar var verðbólgan -1,6%
• Verðbólgan 2018 var 3,7% með húsnæðisliðnum. en án húsnæðisliðar var verðbólgan 2,7%

Þetta þýðir að meðaltals verðbólga á Íslandi frá 2013 til desember 2018 var 2,41% en án húsnæðisliðar er hún einungis 0,21%.
Takið eftir verðbólga á Íslandi frá desember 2013 til desember 2018 var einungis 0,21% ef húsnæðisliðurinn væri ekki með eins og hjá öðrum þjóðum!
En rifjum upp í ljósi þessara staðreynda að verðbólgan var að meðaltali ár hvert þessi ár, einungis 2,41% og 0,21% án húsnæðisliðar, hvað Samtök atvinnulífsins sögðu þegar verkalýðshreyfingin gerði kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300.000 þúsund.
Í glórulausum hræðsluóróðri Samtaka atvinnulífsins sagði í einni sviðmyndinni sem þeir drógu upp árið 2015 að ef gengið yrði að kröfum okkar um að lagmarkslaun færu í 300.000 krónur að þá myndi verðbólgan hækka í 20% og verðtryggðarskuldir heimilanna myndu hækka um allt að 475 milljarða.
Ég ítreka að þessi skefjalausi hræðsluóróður var í kringum kjarasamningana 2015. Sjáið hræðsluóróðursruglið sem vellur uppúr þessu fólki, en takið eftir verkafólk er ætíð kennt um ef verðbólgan eykst, þrátt fyrir að þeir vita betur!
Þetta er bull og blaður, en það er bara búið að segja þetta svo oft að allir trúa þessu.
Takið eftir kæru félagar að frá desember 2002 til desember 2007 var 47% af hækkun verðbólgunnar keyrð áfram af hækkun á fasteignaverði í gegnum húsnæðisliðinn og frá desember 2012 til desember 2018 var 90% af verðbólgunni á þessum árum keyrð áfram vegna húsnæðisliðarins, takið eftir 90%.
Svo koma þessir snillingar fram og ætla enn og aftur að kenna verkafólk um óstöðugleika og ógna verðbólgumarkmiðum Seðlabankans, þrátt fyrir að þessar staðreyndir liggi fyrir að húsnæðisliðurinn er að keyra verðbólguna áfram.
Hugsið ykkur að ef það væri hægt að benda á verkalýðshreyfinguna og segja að þið báruð ábyrgð á 47% af verðbólgunni fyrir hrun og eftir hrun berið þið ábyrgð á 90% af verðbólgunni, eins og hægt er að gera með því að benda á hvernig húsnæðisliðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram, með skelfilegum afleiðingum fyrir heimilin.
Ætla þessir lobbístar kannski að kenna íslensku verkafólki um að hér verða bankahrun?
Takið núna eftir, frá árinu 2013 til ársloka 2018 hefur húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni fært frá heimilunum 172,5 milljarða.
Já 172,5 milljarðar hafa verið færðir frá heimilunum yfir til fjármálaelítunnar bara vegna þess að við erum eina þjóðin í heiminum sem erum með húsnæðisliðin inni í lögum um vexti og verðtryggingu. Það er húsnæðisliðurinn sem keyrir verðbólguna áfram með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning, en lobbíistunum er alveg sama um það það er miklu betra að kenna kjarasamningum verkafólks um verðbólguna!
Nei kæru vinir ekki hlusta á þennan skefja-og miskunnarlausa hræðsluóróður lobbíistanna frá snobbelítu forréttindahópanna!“ Segir Vilhjálmur Birgisson í grein sinni.