Viðskiptavinur sem lagði leið sína í Olís í Stykkishólmi hitti á óskastund þegar hann keypti Lottómiða, sem reyndist vera sá eini með allar réttar tölur og færir því eiganda sínum rúmlega 7,6 milljónir króna.
Einn var með bónusvinninginn og sá keypti miðann sinn í N1 á Sauðárkróki, fær hann 335 þúsund krónur í vinning. Fyrsti vinningur í Jóker gekk ekki út en þrír voru með 2. vinning og fá 100 þúsund kall; tveir miðanna eru í áskrift en sá þriðji var keyptur í Kríu veitingasölu á Eskifirði.
Umræða