R&B-stjarnan R. Kelly hefur gefið sig fram við lögreglu í Chicago laust eftir átta í gærkvöld að staðartíma og hefur verið færður í gæsluvarðhald. Hann verður ekki látinn laus gegn tryggingu. Kelly hefur verið ákærður fyrir fyrir tíu kynferðisbrot og handtökuskipun var gefin út á hendur honum vegna þeirra.
Brotin sem Kelly er ákærður fyrir teygja sig yfir rúmlega tíu ára tímabil og er ákært fyrir brot gegn þremur stúlkum sem allar voru yngri en 17 ára þegar að hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað, gegn þeim og að auki er um að ræða eitt meint fórnarlamb til viðbótar, nokkru eldri.
Kelly er ákærður fyrir fjögur brot gegn einni stúlkunni á árunum 1998 og 1999, tvö gegn annarri á árunum 1998 og 2001, eitt gegn hinni þriðju, árið 2003 og loks fyrir þrjú brot gegn hinni fjórðu á árunum 2009 og 2010. Kelly getur átt von á þriggja til sjö ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur, en hann neitar sök.
Árið 2002 var R Kelly ákærður fyrir brot á lögum um barnaklám og talið var að hann hefði gert kynlífsmyndband af sjálfum sér og fjórtán ára stúlku. Þeirri ákæru var svo vísað frá sex árum síðar. 2017 var hann einnig ákærður fyrir að hafa haldið mörgum ungum konum föngnum í sértrúarsöfnuði, skv. umfjöllum um það í heimildaþáttaröðinni „Við lifðum af hjá R Kelly.“
Árið 2002 var R Kelly ákærður fyrir brot á lögum um barnaklám og talið var að hann hefði gert kynlífsmyndband af sjálfum sér og fjórtán ára stúlku. Þeirri ákæru var svo vísað frá sex árum síðar. 2017 var hann einnig ákærður fyrir að hafa haldið mörgum ungum konum föngnum í sértrúarsöfnuði, skv. umfjöllum um það í heimildaþáttaröðinni „Við lifðum af hjá R Kelly.“
Umræða