Rússnesk stjórnvöld saka bandarjamenn um sýndarmennsku vegna neyðaraðstoðar til Venesúela. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að ekkert neyðarástand ríki í landinu og hefur lokað nú þegar landamærunm að Brasilíu og hótað að loka þeim einnig að Kólumbíu til að hindra að neyðaraðstoð berist.
Rússland er einn helsti stuðningsaðili stjórnar Maduro í Venesúela en Rússar hafa oftsinnis sakað Bandaríkin um að skipuleggja valdarán í Caracas, höfuðborg Venesúela. Zakharóva sakaði bandaríska herinn um að hafa fært herlið sitt nær landamærum Venesúela og um að undirbúa stóra vopnasölu til stjórnarandstæðinga.
Ef Bandaríkin halda áfram að skipta sér af málum í Venesúela „mun það auka spennuna til muna,“ sagði María Zakharóva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands. Hún kallaði aðstoðina, „brellu“ bandaríkjamanna því að ætlun þeirra í raun, væri að hefja hernaðaraðgerðir gegn Maduro.