3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Rúss­nesk stjórn­völd saka banda­rjamenn um sýnd­ar­mennsku

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Rúss­nesk stjórn­völd saka banda­rjamenn um sýnd­ar­mennsku vegna neyðaraðstoðar til Venesúela. Nicolas Maduro, for­seti Venesúela, segir að ekkert neyðarástand ríki í land­inu og hef­ur lokað nú þegar landa­mær­unm að Bras­il­íu og hótað að loka þeim einnig að Kól­umb­íu til að hindra að neyðaraðstoð ber­ist. 
Rússland er einn helsti stuðningsaðili stjórnar Maduro í Venesúela en Rússar hafa oftsinnis sakað Bandaríkin um að skipuleggja valdarán í Caracas, höfuðborg Venesúela. Zakharóva sakaði bandaríska herinn um að hafa fært herlið sitt nær landamærum Venesúela og um að undirbúa stóra vopnasölu til stjórnarandstæðinga.
Ef Banda­rík­in halda áfram að skipta sér af mál­um í Venesúela „mun það auka spenn­una til muna,“ sagði María Zak­haróva, talskona ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Rúss­lands. Hún kallaði aðstoðina, „brellu“ banda­ríkja­manna því að ætlun þeirra í raun, væri að hefja hernaðaraðgerðir gegn Maduro.