Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í dag neyðarkall frá tveimur erlendum göngumönnum á Tungnafellsjökli
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í dag neyðarkall frá tveimur erlendum göngumönnum á Tungnafellsjökli. TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru þegar í stað kallaðar út.
Mennirnir höfðu meðferðis neyðarsendi sem þeir virkjuðu en þeir voru orðnir kaldir og hraktir. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 17 og rúmri klukkustund síðar voru mennirnir komnir um borð í þyrluna. TF-SYN er nú á leið með göngumennina til Reykjavíkur.
Umræða