-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

420 milljarða tap á ári að selja ekki fisk á frjálsan innlendan fiskmarkað

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

95% af fiski fer ekki til fullvinnslu innanlands

Fiskur er fluttur óunninn úr landi

Fram kemur í dag að nú sé tækifæri til þess að selja allan fisk á opnum og frjálsum fiskmörkuðum innanlands og leyfa öllum fiskkaupendum að kaupa þar fisk og fullvinna til neytenda og gera þannig mestu mögulegu verðmæti úr auðlind þjóðarinnar. Með þessu fyrirkomulagi er ekki bara verið að aflétta kvóta einokunar- og haftakerfi þeirra sem hafa skráðar aflaheimildir á skip sín og ná í fiskinn upp úr hafi og selja hann svo óunninn úr landi á hrakvirði. Sleppa þannig næsta aðila sem er fiskverkunin sem fullvinnur afurðina og eykur verðmætin fyrir alla aðila og síðast og alls ekki síst, þjóðina sem á fiskinn. Ríkissjóður og sveitarfélög tapa einnig milljörðum.

Hægt að auka verðmæti sjávarafurða um 420 milljarða

Fullunninn fiskur tilbúinn til neyslu

Hægt er að auka verðmæti sjávarafurða um 420 milljarða á hverju ári, með því einu að selja fiskinn á frjálsum og gegnsæjum fiskmarkaði, í kerfi þar sem allur fiskur fer á frjálsan og opinn markað. Frelsi þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem fullvinna fiskinn til að nálgast fiskinn á frjálsum og opnum markaði er allt sem þarf. Kannski þarf lagasetningu til þess en vissulega mundi ríkið fá milljarða í skatttekjur og sveitarfélögin líka. 
Þetta kemur fram á ríkismiðlinum nrk í Noregi en þar er bent á að 95% af fiski fari ekki til fullvinnslu innanlands, heldur sé fiskurinn sendur út óunninn til landa þar sem meiri verðmæti eru gerð úr honum.
Með því móti tapar þjóðin sem er eigandi kvótans bæði sköttum, atvinnu og afleiddum störfum sem hljóða upp á 420 milljarða á ári. Sama fyrirkomulag er á Íslandi.
Atvinnuleysi hér á landi er að aukast hratt og spáð er að sú þróun haldi áfram. Atvinnuleysi er 26% á Suðurnesjum núna en þar er gott aðgengi að fiskimiðum og þekking og reynsla á fiskvinnslu er til staðar en ekkert skip er að sjá í allri Keflavíkurhöfn með kvóta eða heimild til þess að sækja björg í bú.

Hagræðingin fyrir íslenskt þjóðfélagið

Hagræðingin fyrir þjóðfélagið er sú að ef við fullvinnum fiskinn mun atvinnuleysið hverfa með öllu og aukið verðmæti verður skapað fyrir þjóðarbúið. Þá er umdeild meint undirverðlagning á fiski þegar skipin eru að selja eigin fisksölufyrirtækjum erlendis á meintum „sjálftökuverðum“ og hlunnfari þannig jafnvel áhöfn og þjóðina alla vegna veiðigjalda og skatta. Þessu halda sjómenn fram sín á milli og stéttarfélög sem tengjast greininni. Því er m.a. haldið fram af þessum aðilum að arðrán hafi verið stundað á Íslandi í ártugi og jafnvel með vitund ráðamanna. Það hafa verið margar ljótar sögur og fréttaskýringaþættir undanfarin ár um sjávarútvegskerfið.

Frelsi einstaklingsins til atvinnu og athafna

Jón Gunnarsson frkv.stj. skrifar

Við þessa aðgerð fer atvinnu- og athafnafrelsið að blómstra og smærri útgerðir og fiskverkanir um allt land með tilheyrandi virðisauka. Norðmenn líta til þess að þar eru nú 350.000 manns atvinnulausir og í því samhengi skoða þeir alla möguleika til að laga þá stöðu eins og hægt er, þrátt fyrir að vera ríkasta landið með digra olíusjóði sem endast í áratugi en ekki tvö til þrjú ár eins og okkar gjaldeyrisforði.

Landið þarf að geta fætt og klætt alla þjóðina því ef allt fer á versta veg, gæti hér orðið vöruskortur vegna stökkbreyttrar kórónaveiru eða nýrrar veiru, stríðs eða sambærilegra hörmunga sem valda því að skip komist ekki hingað með góðu móti.

Því þurfum við líka að styðja við bændur að rækta grænmeti og matvöru og tryggja okkur þannig fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þá er ónefndur sparnaðurinn en gjaldeyri hefur verið sóað í mikinn óþarfa hingað til. Við eigum möguleika á nægum störfum sem við getum búið til með nýjum áherslum og hugsanarhætti.

Þá kæmi orka landsins vel til nota í þessu samhengi fyrir innlenda framleiðslu en orkuverð þarf að vera á sama verði og við höfum verið að gefa útlendingum hingað til. Íslenskir bændur og fyrirtæki hafa ekki þrifist nógu vel vegna óhagstæðra kjara og allt er þetta heimatilbúið vandamál, skapað af þeim sem hafa stjórnað landinu s.l. 30 ár.

Hvernig er með nýliðun í útgerð? Ungir menn eiga enga möguleika, það er búið að koma því þannig fyrir af pólitíkusum og stórútgerðinni. Þjóðin verður að losna úr hlekkjum einokunar- og haftakerfis sem búið er að hlekkja hana í og berjast fyrir frelsi einstaklingsins á ný, þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta dafnað.

Koronakrisen: – En historisk sjanse til å hente sjømat-jobber hjem