Vegagerðin hefur lokað aftur fyrir umferð um Hellisheiði, en heiðin var fær í morgun. Þrengslin eru opin en þar er snjóþekja og hálka.
Uppfært kl. 9:45 – Búið að loka Hellisheiði í báðar áttir
Uppfært kl. 9:20 – Hellisheiðin lokuð tímabundið til vesturs
Þungfært á Suðurstrandarvegi
Vetrarfærð er um land allt og samkvæmt korti Vegagerðarinnar er ýmist hálka, skafrenningur eða þæfingsfærð í Hellisheiði og Þrengslum.Þæfingsfærð er á hluta Suðurstrandarvegar, en þungfært á hluta leiðarinnar frá Grindavík að afleggjara við Krýsuvíkurveg. Enn er ófært um hluta Krýsuvíkurleiðarinnar en mokstur stendur yfir. Sama staða er á Mosfellsheiði, þar sem enn er ófært en unnið er að mokstri. Krapi og hálka er um nær allt höfuðborgarsvæðið og getur færð verið sérstaklega varasöm í húsagötum.
Umræða