Mældist á 149 km. hraða
Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í hádeginu í dag akstur ökumanns á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum, en bifreið hans mældist á 149 km. hraða. Ásamt ökumanni voru þrír farþegar í bifreiðinni.
Nokkuð sterkur vindur var á staðnum og gekk á með dimmum éljum. Ökumaðurinn á yfir höfði sér háa fjársekt og sviptingu ökuréttar vegna meints brots.
Umræða